Suða ehf. vakti athygli Skessuhornsins og voru því Finnur og Jóna stofnendur Suðu tekin tali.
“Fyrirtækið Suða ehf. í Grundarfirði hefur gert garðinn frægan fyrir svokallaða Gaura sem eru öruggar festingar fyrir kerrur, fellihýsi, tjaldvagna, hjólhýsi, hestakerrur eða aðra aftanívagna þar sem þeim er lagt. Gaurarnir hafa meðal annars verið til sölu hjá Byko og að sögn eigenda Suðu, þeirra Finns Hinrikssonar og Jónheiðar Haraldsdóttur, hefur salan gengið vonum framar. “Mér skilst að það hafi komið þeim skemmtilega á óvart hversu vel gekk að selja Gaurinn. Hann er auðvitað öruggasta og besta þjófavörnin fyrir aftanívagna sem í boði er,” sagði Jónheiður í samtali við Skessuhorn. Þau hjónin eru afar uppfinningasöm en brátt koma á markað tvær nýjar framleiðsluvörur; Prílan og hjólalás. Sjá spjall við uppfinningafólkið og hjónin Finn og Jónheiði í Skessuhorni vikunnar ásamt myndum af nýjustu framleiðsluvörunum.”