Innlent | mbl.is | 23.10.2009 | 17:12
Stórtækir kerruþjófar handteknir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo stórtæka kerruþjófa fyrr í vikunni. Um er að ræða karlmann á fimmtugsaldri og konu á fertugsaldri en málið komst upp þegar þau stálu tveimur kerrum á höfuðborgarsvæðinu.
Kerrurnar voru auglýstar til sölu á netinu og það kom lögreglunni á sporið. Frekari rannsókn hefur leitt í ljós að fólkið hefur stolið fjölmörgum kerrum síðustu mánuði en það virðist hafa farið í ránsferðir víða og tekið vel á annan tug kerra ófrjálsri hendi. Kerrurnar voru síðan auglýstar til sölu, ýmist í dagblöðum eða á netinu.
Láttu þetta ekki henda þig! Gríptu Gaur fyrir veturinn.
… lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo stórtæka kerruþjófa fyrr í vikunni. Um er að ræða karlmann á fimmtugsaldri og konu á fertugsaldri en málið komst upp þegar þau stálu tveimur kerrum á höfuðborgarsvæðinu.
Kerrurnar voru auglýstar til sölu á netinu og það kom lögreglunni á sporið. Frekari rannsókn hefur leitt í ljós að fólkið hefur stolið fjölmörgum kerrum síðustu mánuði en það virðist hafa farið í ránsferðir víða og tekið vel á annan tug kerra ófrjálsri hendi. Kerrurnar voru síðan auglýstar til sölu, ýmist í dagblöðum eða á netinu …
-www.mbl.is 23.október 2009